miðvikudagur, október 18, 2006

Andvökunætur II

Fengum dásamlega dropa í apútekinu sem virðast hafa læknað magakveisurnar svona um það bil 90%. Þá er hálfur sigur unninn. Iðunn hefur nefninlega náð að snúa sólarhringnum gersamlega við í öllum látunum. Við erum sem sagt hættar að ganga um gólf en við sofum hins vegar ekki mikið. Hjúkkan kemur á morgun, vonandi kann hún einhver ráð með að snúa henni við aftur.

Til stendur að skíra barnið um helgina. Það þýðir að ég þarf að fara í búðir og kaupa föt á mig og Iðunni. En leiðinlegt fyrir mig, he he. Er búin að kaupa rosalega flotta dragt á krílið og sjálf á ég dragt sem ég hef ekki passað í svo árum skipti sem ég var að hugsa um að notast við en mig vantar topp innan undir hana. Iðunn þarf svo að fá kjól til að vera í þegar hún kemur úr skírnarkjólnum. Verst hvað mér þykir leiðinlegt að versla.

Er að reyna mitt ýtrasta til að hafa skoðanir á merkilegum hlutum eins og hlerunum, hvalveiðum og 20 ára afmæli leiðtogafundarins en það hefur ekki mikið upp á sig, hef einhvern veginn bara skoðun á bleium og magakveisum.

Hrottalegar nauðganir í fréttum upp á síðkastið vekja hjá mér ugg en ég get einhvern veginn ekki tjáð mig um þær. Skoðanir mínar á þeim eru vitaskuld augljósar en tilfinningarnar sem slíkar fréttir vekja eru það ekki. Ég get bara sagt; mér finnst þetta vera að aukast og skil ekki í því að það sé að verða keppnisíþrótt að nauðga ungum stúlkum í húsasundum og bakgörðum. Oj því bara.

1 Comments:

At 18 október, 2006 22:59, Anonymous Nafnlaus said...

Æ aumingja litla krúttið...og mamma hennar :-) Vona að svefnvenjur snúist til betri vegar og hamingjusama fjölskyldan fái hvíldina sína
Bestu kveðjur frá okkur öllum!

 

Skrifa ummæli

<< Home