Er fólki ekkert heilagt?
Var að koma úr Nóatúni þar sem ég gekk, eins og lög gera ráð fyrir, fram hjá tímaritarekkanum. „Rak mig þá í rogastans“ þegar ég sá eina fyrirsögnina á forsíðu Vikunnar: Fallegasta barn á Íslandi samkvæmt barnaland.is. Hefur barnaland í alvöru staðið fyrir fegurðarsamkeppni ungbarna? Lákúruritstórnastefnan hjá Fróða hefur náð nýjum hæðum. Að maður tali nú ekki um lágkúruna hjá þeim sem halda úti þessu blessaða barnalandi.
Afsakið mig á meðan ég æli...
4 Comments:
æli? ég er enn að hlæja. og bíð eftir því að einhver taki sig til og skrifi lærða grein um forheimskun mannskepnunnar og þá lágkúru sem þrífst inni á spjallvefjum þessarar síðu. ég hef líka mikið velt því fyrir mér hvað þetta fólk gerði áður en það gat opinberað fávisku sína fyrir heiminum á síðum barnalands..?
Segðu. Hverjum dettur í hug að vera skráður á þessa blessuðu síðu.
Hljómar ægilega..
Er það ekki mogginn sem stendur fyrir þessari ágætu síðu barnaland :)
Ætli það hafi ekki verið notendur vefsins sem hafa staðið fyrir þessari kosningu samt. Þeir eru æði skrautlegir.
... tjáningarfrelsið er til að notað það.
Hmm, mín vegna má fólk vera með síðu á barnalandi ef það vill, alveg eins og að blogga. En er nokkuð nema mánuður síðan að barnaperri var handtekinn fyrir að ræna to myrða alheimsfegurðar"barni"? Læra menn ekkert??
Skrifa ummæli
<< Home