sunnudagur, september 10, 2006

Plús níu

Plús níu og svo ræðum við það ekki frekar.

Það sem veldur mér hins vegar hugarangri þessa stundina er tíska komandi vetrar. Þegar þessari meðgöngu minni lýkur og ég verð komin í samt lag á ný tel ég allar líkur á því að fataskápurinn minn verði næsta tómur. Megnið af fötunum sem ég átti áður en ég varð ófrísk verður væntanlega orðið of stórt og satt best að segja var það nú ekki mikið til að byrja með. Ég hef síðustu daga og jafnvel vikur verið að skoða tískusíður dagblaða, vörulista frá verslunum, Fashion Television að ógleymdri biblíunni Cosmo sem sætastur keypti handa mér til að reyna að laga geðheilsuna. Ég verð að segja að ég sé mína sæng nokkuð út breidda í þessum tískumálum. Hvað er heitast í vetur? Jú, buxur eiga að vera þröngar og niðurmjóar, fátt klæðir nú stólpana sem ég kalla fæturna á mér betur en það nema ef vera skyldi snípsíð pínupils sem er annað „must by“ fyrir veturinn. Flottustu kjólarnir eru allir hlýralausir (tube) og flestum ætti að vera alveg ljóst að brjóstin á mér 38 E fagna þeirri niðurstöðu. Toppar, jakkar og efripartar yfirleitt taka miðið út frá stórglæsilegri tísku áttunda áratugarins og eru þess vegna beinir og sniðlausir og eiga helst að vera einu til tveimur númerum of stórir, af því ég var ekki nógu stór fyrir. Og haldið ykkur svo bara fast, heitustu litirnir í vetur.... jú, grátt, brúnt og fjólublátt. Það eru ekki til litir í kortunum sem klæða mig verr.... arg...........................

Það er altént huggun harmi gegn að ég er í fæðingarorlofi og á því hvort eð er enga peninga til að kaupa mér föt og ef ég nurla saman fyrir einhverjum örfáum flíkum þá verða þær keyptar í köflóttu sem er það eina sem mér líkar í tískustraumum vetrarins. Köflótt, köflótt, köflótt.

4 Comments:

At 11 september, 2006 07:36, Blogger murta said...

Er ég á sms lista? 0044 07876182631

 
At 11 september, 2006 15:18, Blogger Rannveig said...

þú ert það núna

 
At 12 september, 2006 22:20, Anonymous Nafnlaus said...

Til fjandans með þessa tísku og allt sem hennir fylgir. Hentu þessu helv... tískublaði. Keyptu þér svo bara nokkra klassíska svarta rúllukragaboli, svartar buxur, sítt pils og gallabuxur. Farðu svo í Accessories og keyptu þér sæta nælu, armband og tösku í skemmtilegum litum og málinu er reddað.

Love ya ;)

 
At 13 september, 2006 15:44, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ...þori ekki fyrir mitt littla líf að hringja og athuga hvort þú ert búin að eiga. Geri ráð fyrir sms þegar stundin rennur upp.

Gangi ykkur vel,
Knús Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home