Plús þrír
Fórum aðeins í heimsókn á fæðingardeildina í dag. Var þar mæld og skoðuð, vegin og metin og síðan send heim til að bíða áfram. Útvíkunin var ekki orðin nógu mikil til að sprengja belgina og læknunum fannst alls ekki ástæða, miðað við heilsu mína núna, að senda mig í keisara. Gangsetning með hefðbundnum hætti þykir víst ekki góð hugmynd þegar kona hefur þegar farið í keisara.
Við höldum því bara áfram að bíða. Rán leggur til miðvikudaginn 6. sept. pabbinn verðandi er mjög sáttur við þá dagsetningu því það er svo flott og symetrísk kennitala 060906. Sjálfri er mér alveg sama bara ef þetta fer nú að bresta á. Sá sem sagði að síðustu dagarnir, dagarnir þegar maður er kominn í 40 plús, væru lengi að líða hefur væntanlega vitað um hvað hann var að tala.
Í öðrum fréttum.......... hvað veit ég.
Jú krókódílamaðurinn dó, drepinn af djöflaskötu. sorglegt!
Held að Toby fari heim á miðvikudaginn.
Ef Magni vinnur á ég þá að láta barnið heita Magni, Magnea eða kannski Magnþóra?
Lifið heil.
3 Comments:
Sæl Rannveig!
Ég sendi ykkur góða strauma (raflost) og vona að allt gangi vel hjá ykkur:). Mér líst persónulega best á nafnið Magnþóra, fallegt nafn og góðar konur sem það eiga :).
Annars segi ég bara gangi ykkur vel með barnið!
Ég var á undan Supernova þegar ég skírði Auði Magneu. En hún á eftir að þakka mér.... Annars er Magnþóra líka flott!
Ég var á undan Supernova þegar ég skírði Auði Magneu. En hún á eftir að þakka mér.... Annars er Magnþóra líka flott!
Skrifa ummæli
<< Home