Andvökunætur
Fyrir þá sem undrast slappleika minn hér á síðunni vil ég bara biðjast afsökunar og útskýra slappleikann. Hann stafar af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín yngri, Iðunn Ösp, vakir helst alla nóttina með magakveisur svo mamma hennar er hálf vönkuð yfir daginn og finnur litla þörf til að tjá sig á alnetinu enda heilinn svo dofinn að hún hefur vafalaust lítið gáfulegt fram að færa. Við erum búin að prófa einhverjar remedíur og húsráð sem hefur rignt yfir okkur en það hefur enn sem komið er lítinn árangur borið. Hún sofnaði t.a.m. klukkan 5 í nótt. Sætastur er líka farinn að vinna aftur svo seinnipart nætur rölti ég ein um gólfið með hana. Það er rétt að taka það fram að hún bætir sér þetta upp með því að sofa fram að hádegi svo ég geri vitaskuld slíkt hið sama. Slíkar svefnvenju henta mér bara svo ósköp illa. Ég vil heldur sofa á nóttunni og vakna snemma á morgnanna. Ég er bara svo skrýtinn.
Ég reyni að hafa skoðun á einhverju fljótlega og blogga um eitthvað skemmtilegt. Þangað til, lifið heil.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home