Plús fjórir
Þá erum við komin í plús fjóra og enn er allt með kyrrum kjörum. Fór í síðustu mæðraskoðun áðan og kvaddi ljósuna mína og ljósmóðurnemann (Berglindi hans Palla sem ég er sko búin að panta ef ég ákveð að koma með eitt í viðbót) með virktum. Það var ákveðið að vera ekki að setja á mig fleiri tíma í mæðraskoðun þar sem ég á að fara í dagönn á morgun og svo aftur í skoðun upp á deild ef barnið verður ekki fætt á föstudaginn. Það verða að teljast allar líkur á því að ef ekkert gerist fyrir föstudag þá verði belgirnir sprengdir þá (ef hægt er) ellegar skorið.
OG KOMA SVO .......
1 Comments:
Þetta barn er ekkert smá sniðugt, heldur okkur alveg á tánum og ætlar ekkert að gefa sig strax. Þetta verður merkur karakter. Ég veit að vísu afskaplega lítið um stjörnumerki en þetta verður meyja og þær vilja hafa allt sitt á hreinu. Þessi einstaklingur er bara að vega og meta hlutina núna og kemur í heiminn um leið og hinar fullkomnu aðstæður skapast, ég er viss um það ;)
Veit ekki með Magni, Magnea, Magnþóra nöfnin. Mun ekki annað hvert barn sem fæðist á Íslandi næstu vikur bera svona Magna-nöfn??? Ég veit hvort kynið þetta er þannig að ég er með tvær uppástungur. Ef stelpa, þá Vaka, því við erum búin að vaka svo mikið út af þessu blessaða Rockstar-dæmi. Ef strákur, þá Herbert, hin eina sanna rokkstjarna Íslands. Don´t walk away...
OK, ég er hætt.
Skrifa ummæli
<< Home