laugardagur, október 21, 2006

Skemmtileg tilviljun.

Í dag ætlar Vigfús að skíra Iðunni Ösp. Stór dagur það. Þegar ég opnaði fréttablaðið í morgun rak ég augun í að í dag muni vera fyrsti vetrardagur. Þann 24. apríl fyrir rúmum níu árum var Kolfinna Katla skírð, það var fyrsti sumardagur. Nú á ég eitt sumarbarn og eitt vetrarbarn, skemmtileg tilviljun það.

1 Comments:

At 22 október, 2006 12:54, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta fallega nafn á svona líka fallegri stúlku.

Kveðja
Elfa, Gunni og Kjartan Karl

 

Skrifa ummæli

<< Home