Plús einn
40 vikur plús einn. Ekkert gerðist í nótt en við bíðum átekta. Ef ekkert gerist fyrir mánudag á ég að fara upp á deild í mónitor og mat. Ekki þó humarsúpu og hvítvín heldur á að meta hver verða næstu skref. Í ljósi fyrri sögu á ekki að taka neina sénsa svo kannski verður sett af stað eða ég send í keisara, kemur allt í ljós. Ég er voða jákvæð og hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af neinu. Ég finn að ég er í góðum höndum og ef ég þarf að fara aftur í keisara þá er það bara besta mál. Best væri auðvitað, segir læknirinn, ef ég færi sjálf af stað um helgina svo ég ætla að biðja alla að senda mér góða strauma.
4 Comments:
Skil þig svo vel vinkona góð! Þegar ég var komin 40 vikur sagði einhver við mig "sko lukkan, þetta geta aldrei orðið nema 2 vikur í viðbót því maður er ekki látin ganga með lengur". Já há, meiri lukkan, bara tvær vikur, virkaði heil eilífð á þeim tíma. Þennan ákveðna dag að tveimur vikum liðnum var mér boðið í brúðkaup.... Ætlaði að mæta.... komst ekki af því að ég var á fæðingadeildinni. Samt góður dagur, 24. júní 2005! Ekki satt?
Góðir straumar frá Gunnu og Simma. Fylgjumst spennt með gangi mála og vonum að allt gangi sem best hjá þér og þínum.
Hoppa í rúminu?! Heyrðu væna mín, það þarf nú að gera eitthvað meira í rúminu en það til að koma þessu af stað ;)
Sæl elsku kerlingin mín,ég fylgist með þér, barnið kemur víst ekki fyrr en það á að koma, einhver spekingur sagði það,hvort sem það er satt eða rétt. Er ekki bara ágætt að koma í heiminn 6.sept.á afmælisdaginn hennar Mæju ömmu það er fínn dagur,einhverjir yrðu glaðir með það Gangi allt vel hjá ykkur.
Skrifa ummæli
<< Home