False alarm
Alveg vorum við hjónin við því búin að við þyrftum að stökkva upp á fæðingadeild í nótt, en það slapp fyrir horn. Þegar við vorum búin að horfa á vin vorn Magna bjarga sér fyrir horn í nótt fór ég að finna fyrir talsverðum verkjum sem mér fannst frekar ágerast en hitt. Ég fór nú samt upp í rúm og ákvað bíða og sjá og verkirnir liðu hjá smátt og smátt. Ósköp hefði nú samt verið smart ef barnið hefði fæðst í dag, þann tuttugasta og fjórða. Klukkan er nú ekki nema níu, kannski ég fari og sippi svolítið og komi þessu aftur í gang.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home