laugardagur, júlí 29, 2006

Tölvan á heimilinu ákvað að nú væri heimsins besti tími til að gefa upp öndina. Þegar ég er að fara í fæðingarorlof og allir umframpeningar heimilisins fara í að kaupa það sem vantar fyrir komu nýja einstaklingsins. Við fórum nú samt í BT og fengum ágætis díl á nýrri tölvu. Ég get ekki sagt að ég sé hress með þetta en nýja tölvan er svo sem voða fín.

Krílið er búið að vera lengi hjá pabba sínum og ég verð nú að segja að ég er aðeins farin að sakna hennar. Hún kemur heim í næstu viku og þá verður fjölskyldan fullskipuð að nýju.

1 Comments:

At 01 ágúst, 2006 14:46, Anonymous Nafnlaus said...

Sennilega virkar ekkert þessi nýja tölva því þú ert hætt að blogga!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home