Dokað og dokað
Þá er maður farinn að bíða og kannski telja niður. í dag er tuttugasti og annar sem þýðir að væntanleg fæðing er eftir níu daga.
Sumir halda að það verði fyrr og sumir seinna. Sjálf hef ég enga tilfinningu fyrir því hvernig þetta verður allt saman en vona nú samt að ég fari ekki mikið framyfir. Það er dálítið skrýtið að hugsa til þess að ég hef auðvitað gert þetta áður, það er bara svo langt síðan að ég man varla hvernig þetta gengur fyrir sig. Svo endaði krlílið auðvitað á því að vera keisaraynja svo ég kláraði aldrei pakkann. Kannski ég prófi allt saman núna.
Ég held ég hafi hlíft lesendum mínum við endalausum óléttuvangaveltum síðustu níu mánuði en nú kemst held eg ósköp lítið annað að. Sætastur er búinn að setja saman lista yfir þá sem þurfa að fá sms þegar eitthvað gerist og svo verða vonandi sett inn tíðindi og jafnvel myndir hér þegar allt er yfirstaðið.
Nú er ég að hugsa um að fara í háttinn svo ég geti vaknað í nótt til að hlusta á Magna. Ég er annars orðin yfirburðarmanneskja í hvíld. Gæti keppt á ólympíuleikum í hvíld.
Áfram Ísland!
2 Comments:
Sæl gæskan
Vinsamlega bæta mér inn á listann þar sem ég tel mig vera einn af dyggustu lesendum þessarar bloggsíðu. Númerið er 0039 347 096 6046.
Risalega er ég orðin spennt!
Luv Harpa
þér hefur að sjálfsögðu verið bætt á listann ljúfan.
Skrifa ummæli
<< Home