Rock Star
Horfði að sjálfsögðu á Rock Star í nótt og var ánægð með okkar mann. Hef verið að skoða dálítið á netinu og svo virðist sem heimurinn sé á sama máli. Flestir setja hann í topp 3 - 4 og mörgum finnst hann jafnvel hafa verið bestur.
Flestum þykja reyndar Lukas og Dilana bera af í hópnum. Verð að viðurkenna að ég kaupi það ekki alveg. Mér fannst Dilana æðisleg síðast í Ring of Fire en ég þoldi hana hvorki í fyrsta þættinum né heldur í gær. Lukas hefur þeannan it-factor. Uppfullur af sjálfum sér og sjálfstrausti, fotta sviðsframkomu og rokkaralúkkið, kannski dálítið hallærislegt og gamaldags rokkaralúkk sem hefur verið gert tvöhundruð sinnum áður en rokkaralúkk samt sem áður. Röddin í honum þykir mér bara ekkert sérstök.
Ég hef ekki enn fundið mér uppáhald í þetta skiptið. Jordis heillaði mig upp úr skónum síða st en það hefur engum tekist að gera ennþá. Þangað til er Magni og verður mitt uppáhald...
Mér fannst nokkuð skondið að Patrice Pyke og litla öskurkvikindið (Jill) börðust hatrammlega um gamla Bítlið Helter Skelter. Og Patrice sagði að sér væri það hjartans mál að fá þetta lag. Maður hefði þá haldið að hún hefði reynt að hafa fyrir því að læra textann er það ekki? Ég viðurkenni að ég var dálítið syfjuð og hugsaði með mér þegar hún byrjaði „bíddu við, hef ég alltaf sungið þetta lag vitlaust?“
Hún söng:
when I get to the bottom I go back to the top of the slide
when I get to the bottom I go back and I go for a ride
when I get to the bottom and I see you again
Ég fór og athugaði og ég hef alltaf sungið þennan texta rétt:
when I get to the bottom I go back to the top of the slide
where I stop and I turn and I go for a ride
till I get to the bottom and I see you again
Um að gera að berjast fyrir sínu ekki satt.
2 Comments:
Er ekki enn búin að horfa á síðasta flutning og því ánægð með að Magni skyldi hafa staðið sig. Sá að honum var hrósað fyrir fagra rödd af raddþjálfara og það þótti mér gaman. Hann er svo auðmjúkur þessi strákur, egóið svo sannarlega ekki að þvælast fyrir honum - mér líkar það.
Dilana hefur nú eilítið unnið á hjá mér eftir að ég sá þættina sem eru teknir upp í húsinu. Hún virðist nú vera með hjartað á réttum stað. Ég þoldi ekki heldur fyrsta flutning hennar og varð steinhissa þegar hún fékk endurflutninginn. Ég á eftir að kíkja á síðustu upptöku.
Lukas finnst mér ekkert sérstakur. Uppfullur af sjálfum sér og nokkuð ljóst að maðurinn stefnir ótrauður á raddleysi!!!
Sá rifrildið á milli Patrice og Jill. Greinilegt að dálítil spenna var að gera vart við sig. Fyndið að heyra að Patrice skyldi ekki fara með textann rétt - kannski stress, hver veit. Fékk hún ekkert komment vegna þess eða tóku þeir ekkert eftir þessu? Gat þá verið að þessi ólétta þarna í Kópavogi væri með athyglina í lagi ;)
OK, búin að rausa nóg. Finnst bara svo gaman að ræða Rockstar.
Skemmtu þér vel á Morrisey eða á maður bara að segja: Gleðileg jól!?
ég er að fíla dilönu í ræmur, hún fær öll rokkstigin frá mér fyrir fádæma kúlmennsku. (jú það er víst íslenska..)
lucas er vinnur samt örugglega, hann er með flotta rödd, æfða framkomu og passlegt mér er skítsamaumykkuröll viðhorf.
Skrifa ummæli
<< Home