föstudagur, júlí 07, 2006

Ósköp var ég nú búin að standa mig vel í nokkra daga. Bloggaði oft og stundum jafnvel langt. Svo datt botninn úr þessu öllu saman og ég hef ekkert bloggað. Hef nú samt ekkert í hyggju að biðjast sérstaklega afsökunar á því.

Upp er runnin helgin þar sem við hjónin eigum að vera á þremur stöðum í einu. Við erum að hugsa um að móðga alla jafn mikið og vera bara heima. Við eigum að vera á ættaróti undir Eyjafjöllum og öðru í Reykolti í Djúpi og svo eigum við auðvitað að vera í brúðkaupi á Ísafirði. Við vorum búin að ákveða að fara í brúðkaupið en í ljósi vinsamlegra tilmæla ljósmóður um að taka því rólega og slappa af held ég að það sé því miður of langt og strangt ferðalag. Mér finnst það hundleiðinlegt því það er ekkert gaman að missa af brúðkaupi.

Nú ætla ég hins vegar að setja í eina vél og henda mér svo út í sólina með sögubók og sódavatn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home