Kyngreining
Nú veit ég nokkuð sem þið vitið ekki og þannig verður það um sinn. Ég hef ákveðið að upplýsa ekki kyn kúlubúans hér á síðunni. Það eru nokkrir sem vilja ekki vita svona lagað fyrirfram (amma og afi t.d.) og ætla ég því alls ekki að eyðileggja neitt fyrir þeim sem vilja geyma þetta. Þeir sem eru að springa úr forvitni (Lísa mín) geta fengið upplýsingarnar eftir öðrum leiðum.
Páskar eru yndislegir. Ekkert fyrirliggjandi annað en að flatmaga heima og skella sér í laugina þegar viðrar. Föngulegur hópur skellti sér í laugardalinn í gærmorgun og ekki laust við að mæðgur væru með bæði far og freknur af sólinni, sætastur þarf örlítið meiri sól til að fá lit í gegnum lopann. Verst finnst mér að mér þykir best að flatmaga í laugardalnum, þar eru bestu pottarnir og fínasti diskurinn en ég er hins vegar alger aumingi þegar kemur að því að fá mér sundsprett í 50 metra laug. Ég er alin upp við það að fá alltaf bakka til að spyrna í eftir 25 metra og er því eins og þorskur á þurru landi þegar ég þarf að þreyja heila 50 metra án þess að spyrna.
6 Comments:
Ég hringi fljótlega og lofa að segja engum ;)
ég veit...liggaliggalái. en mikið er ég sammála þér með sundlengdina í laugardalnum. mín heimalaug var ekki nema fjórtán metrar og ennþá meira um ´snúninga. aldrei náð þessum óravegalengdum án þeirra almennilega. finnst ég alltaf hafa synt atlantshafið eftir nokkrar ferðir um laugardalslaug.
þú sagðir kúlubúi. ef ég sé þig nota orðið mömmukona neyðist ég til að rasskella þig.
mömmukona, hvað er það aarrrgggh!
ha ha ha...þið eruð skondnar óléttar konur á ummm...þrítugsaldri. Eitt veit ég þó fyrir víst að ég ætla að láta kúlubúa mömmukonu koma mér á óvart þegar hann/hún skellir sér inn í þennan heim. En nú langar mig líka að fara að kíkja á kúlubúann og mömmukonu...má ég kíkja í heimsókn á flöskudaginn?!!??!?!
Sæl gamla! Geturðu sent mér póst á harpag@gmail.com og sagt mér kynið. Þú ert búin að þekkja mig lengur en ég man.... glætan að ég geti beðið....
Luv Hrappur
Skrifa ummæli
<< Home