Hor
Ef hægt er að drukkna í egin hori og slefi þá hef ég undanfarið verið verðugur kandídat í það. Augu, eyru, nef og lungu eru og hafa verið síðan á fimmtudag smekkfull af einhverri óáran og ég hef verið allt annað en hraust. Ég drattaðist nú í vinnuna í morgun en get engan veginn sagt að það hafi verið ljúft. Eins og áður koma veikindin hart niður á morgunógleðinni og á þessum tímapunkti líður mér jafnvel eins og það gæti verið gott að lemja einhvern bara til að láta mér líða betur. Líkurnar á að mér líði betur við slíkt athæfi eru sennilega hverfandi en ef fórnarlambið er valið af kostgæfni (ákveðnir nemendur koma strax upp í hugann) gæti mér liðið betur í pínustund.
Má ég?
2 Comments:
Láttu nú nemendurna eiga sig og láttu þetta bara bitna á stöðumælaverði. Ákveðinn aðili - nefnum engin nöfn - er á þeirri skoðun að hafnaboltakylfa eigi að vera áföst hverjum stöðumæli í miðbæ Reykjavíkur svo hægt sé að grípa til hennar þegar þessir bláu andsk... eru að skrifa sektina.
fullkomlega afsakanlegt, enda ástand með eindæmum geðtruflandi. þér til huggunar er svo líka allt í góðu lagi að léttast fyrstu 6 mánuði meðgöngunnar, sérstaklega ef maður á nógan varaforða og verður ekki fyrir næringarskorti sökum ælunnar. svo þú skemmtir þér bara gæska..vona að kisa skili sér heim.
Skrifa ummæli
<< Home