fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Eftirlit

Fór aðeins til ljósunnar (eða ljóskunnar eins og Elvis kallar það núna) í gær. Allt með besta móti og blóðþrýstingur eins og í barni, það er ljómandi. Á þriðjudaginn eigum við svo að fara í sónar (eða lóran) og ríkir mikil spenna á heimilinu. Ég spurði ljósuna hvort það mundi rétt hjá fangor að það sé allt í lagi að léttast vel fram eftir meðgöngunni og hún var alveg á því, svo lengi sem ég borða vel af hollum og góðum mat. Sérstaklega þykir þetta í lagi þegar af nógu er að taka hjá móðurinni verðandi.

Skyldi ég flokkast undir það :-þ

2 Comments:

At 16 febrúar, 2006 16:47, Blogger fangor said...

það er fínt að eiga varaforða. krílið verður ekki svangt á meðan:Þ

 
At 16 febrúar, 2006 23:48, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman, gaman, ætlið þið að fá að kíkja í pakkann eða? Er nefnilega að reyna að koma út strákafötum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home