Tvö blogg sama dag kaum zu glauben
Var að virða fyrir mér myndina af sjálfri mér á síðunni minni og velta fyrir mér þessum svip. Grallaraspói var það fyrsta sem kom í hugann. Myndinn telst ekkert endilega til bestu mynda sem teknar hafa verið af mér en ég er samt hrifin af svipnum, hann er eitthvað svo óþekkur og líklegur til alls.
Í ljósi þeirra frétta sem ég dúndraði hér fram áðan ætti alveg að vera ljóst af hverju ljótan stafaði. Óléttuljóta sem stafar m.a. af endalausri ógleði og lystarleysi. Það að ljótan sé horfin þýðir líka væntanlega að ég er komin yfir erfiðasta hjallinn. Ég get reyndar ekki sagt að mig langi mikið til að borða þessa dagana og finnst að ég gæti sem best verið án þess að borða nokkurn skapaðan hlut en hef reynt það á eigin skinni að ógleðin versnar til muna ef ekkert er borðað. Þess vegna reyni ég að graðga í mig tekex og ávexti með reglulegu millibili.
Fátt er svo með öllu illt, sté aðeins á vogina um helgina og í stað þess að bæta á mig tveimur kílóum sem ófrísk kona á að bæta á sig á fyrsta þriðjungi hef ég lést um fjögur. Ekki er nú líklega ætlast til þess að ég haldi því áfram næstu 6 mánuðina.
Ég hef í tilefni þess að ég er að fara til Vínarborgar í vor (ef heilsa leyfir) ákveðið að dusta dálítið rykið af þýskunni og horfi þess vegna mikið á Pro Sieben þessa dagana. Voðalega gefandi og veldur nettum nostalgíuköstum eins og við er að búast.
Auglýsi hér með eftir lísubloggi sem hefur verið óvirkt á allra síðustu dögum. Er nokkuð bilað hjá þér góða?
2 Comments:
Elsku Rannveig, Kjartan og Kolfinna!
Til hamingju með tilvonandi fjölgun í fjölskyldunni :)
Ég segi bara eins og maður segir alltaf á jólakortunum: Við verðum að fara að hittast!
Kossar og knús, Ólína og co
Kæra fjölskylda, en frábærar fréttir. Ég var fyrst að tengjast netinu í dag hér á Selfossi. Bærinn stækkar svo ört að þeir þurftu eitthvað að uppfæra kerfið og því þurfti ég að bíða eftir nettengingu í heila öld - eða næstum því. Nú er ég sem sagt í nethamingjukasti og ekki minnkar kastið þegar maður les svona skemmtilegar fréttir. Bloggsíðan mín fór í frí án þess að ég kæmi þar nokkuð nærri; hún bara datt út án allra skýringa! But I´m back, more crazy than ever.
Knús frá helsta rokkbæ Sunnlendinga,
Lísa og co.
Skrifa ummæli
<< Home