miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Ljótan

Þegar ég vaknaði í morgun var ljótan á bak og burt. Síðustu daga og jafnvel vikur hef ég þjáðst af svo svakalegu tilfelli af ljótunni að fólki var orðið hætt að standa á sama. Húðin í andlitinu á mér var í uppreisn og svitaholur í verkfalli og útkoman var ljót svo ekki sé fastar að kveðið. Litarhaft mitt, sem ég stæri mig nú alla jafna af og þykir mín mesta prýði hefur verið heldur grámyglulegt fram eftir degi en svo hefur hlaupið í það huggulegur túmatroði þegar líður á daginn, ofsalega ósmart allt saman. Samfara þessu hef ég svo verið með graðbólurum allt andlit eins og áttaviltur unglingur.

Það gerðist svo í morgun þegar ég leit í spegilinn að mætti mér hinn huggulegast kvenmaður og ljótan á bak og burt. Hvort þetta ástand er viðvarandi veit ég ekki en hef í það minnsta krossað fingur.

3 Comments:

At 01 febrúar, 2006 21:52, Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur nú samt verið falleg á bak við "ljótuna" svo segir hún heldur ekkert um innri mann, ekki satt.
Love mamma

 
At 02 febrúar, 2006 21:09, Blogger hronnsa said...

eg held ad ljotan thin hafi stokkid a mig. timabundid astand, segirdu? hmmmm.

 
At 05 febrúar, 2006 15:31, Blogger fangor said...

hvaða ekkisens vitleysa er nú þetta, þú ert alltaf sæt, ekki síst í bleiku.

 

Skrifa ummæli

<< Home