Kisi týndur og fleiri fréttir
Í Birkihvamminum eru menn konur og börn heldur rislág þessa dagana. Þula kisa hefur ekki sést síðan á miðvikudag og enginn virðist hafa séð neitt til hennar. Vissulega eigum við enn tvo ketti en hver einstaklingur skiptir máli og hennar er sárt saknað.
Af sjálfri mér er það að frétta að ég er loksins búin að panta tíma hjá ljósmóður og þarf í framhaldi af því að fara í sónar til að mæla þessa sívinsælu hnakkaþykkt (þá vitið þið það sem ekki vissuð það fyrir). Mestar áhyggjur hef ég nú af því að þessi hefðbundni sónar dugi ekki til þegar kemur að því að skoða í gegnum bumbuna á mér og grípa verði til þess ráðs að nota lóran í staðinn. Það yrði nú pínulítið vandræðalegt er ég hrædd um.
1 Comments:
Húrra!
Til hamingju!
Gaman að vera ljótur af þessu tilefni!
Og fá nú að kynnast hnakkaþykktarmælingu...sem hlýtur að vera upplifun eftir allar pælingarnar :-)
Gangi þér vel elskuleg
Skrifa ummæli
<< Home