þriðjudagur, september 11, 2007

Svei mér

Nú er ég að jafna mig á því antipati sem ég hafði á tölvunni og sjálfri mér. Þó einkum sjálfri mér fyrir framan tölvuna og á þessari bloggsíðu. Þannig er nefninlega að ég er búin að halda úti þessari síðu í nokkur ár og mér hefur alltaf þótt hún nokkuð skemmtileg. Jafnvel staðið í þeirri trú að ég sjálf væri á köflum nokkuð sniðug, stundum fyndin og alltaf málefnaleg. Upp á síðkastið hefur mér þótt sú hefð verið lögð af og endalaust mas um börn og bleyjuskipti farið að ráða ríkjum. Það var aldrei meiningin og þess vegna lagðist ég niður á tímabili.

Nú er ég hins vegar komin í fullorðinna manna tölu á ný. Farin að vinna aftur og raunverulega bara ljómandi lukkuleg með það. Mér fannst dásamlegt að vera heima síðastliðið ár og hefði ekki viljað senda pínkubarnið til dagmömmu deginum fyrr en það hentar mér hins vegar vel að vera farin aftur að vinna.

Ég ætla ekki að lofa neinu um framhaldið. Einungis að óska sjálfri mér til hamingu með upprisuna og vona það besta.

5 Comments:

At 12 september, 2007 09:21, Anonymous Nafnlaus said...

Ég fagna þessu framtaki þínu gífurlega. Þó að þú ætlir ekki að missa þig í skrifum um bleyjumskiptingar og börn þá væri gaman að sjá mynd af þeim systrum í fallegu fötunum sem þú keyptir handa þeim hérna um helgina?
Takk annars fyrir frábæra helgi, ég býð spennt eftir næstu!

Luv
Harpa

PS: Katrín skilur ennþá ekki af hverju þú fórst með dúkkuna og leikfangaflugvélina og vill fá að vita hvenær þú ætlar eiginlega að skila þessu!

 
At 12 september, 2007 09:42, Blogger fangor said...

það lifir, húrra!

 
At 12 september, 2007 13:18, Blogger Rannveig said...

ég sagði katrínu sigríði að hún væri velkomin í heimsókn til að leika sér að brúðunni, flugvélinni, krakkanum og köttunum næst þegar þið eruð á landinu. hún tók bara vel í það.

já það tórir....

 
At 12 september, 2007 16:12, Anonymous Nafnlaus said...

Já til hamingju með upprisuna:). Hlakka til að heyra meira af þér og vonandi sjá líka :)...vonandi fljótlega!

 
At 12 september, 2007 16:13, Anonymous Nafnlaus said...

Ég heiti HULDA en skarið virtist ekki bekenna það

 

Skrifa ummæli

<< Home