Hinir dauðu vakna II
Ég hef verið komin á fremsta hlunn með að setja hér inn langhund nokkrum sinnum en aldrei komið því í verk. Að frétta er þetta helst:
Kjartan: Er núna að ljúka síðustu vikunni sinni í Símanum. Á mánudaginn byrjar hann að vinna hjá Ansa og er nokkuð spenntur fyrir því . Hefur ákveðið að verða þrítugur í næsta mánuði. Væntanlega verður reynt að gera eitthvert mál úr því en það verður auglýst síðar.
Kolfinna Katla: Er að klára síðasta mánuðinn á yngsta stigi í grunnskóla. Á næsta ári verður hún komin á miðstigið. Er að vinna í því að missa það sem eftir er af barnatönnunum. Þegar allar augntennurnar verða farnar má hún fara í tannéttingar. Ekki lítil tilhlökkun þar.
Iðunn Ösp: Er komin með sex tennur sem hún er ákaflega stolt af og notar til að bryðja seríós allan daginn. Er búin að læra að sýna hvað hún er stór, klappa (þó aðallega fyrir sjálfri sér) og vinka. Er farin að sitja, skríða, standa upp og ekki síst.....DETTA. Síðustu tvær eða þrjár vikurnar síðan hún ákvað að rísa á fætur hafa verið ansi erfiðar því hún er sífellt á hausnum en neitar algjörlega að gera nokkuð annað en að standa í fæturna. Þetta horfir til betri vegar því ég sé að hún er búin að læra að setjast niður úr standandi stöðu sem er mikil framför hjá því að láta sig bara gossa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home