Skjár 1
Ég hef yfirleitt verið tiltölulega ánægð með að hafa Skjá 1 og þótt hann ágætis (ókeypis) viðbót við sjónvarpsflóruna. Þó að ekki sé boðið upp á neitt þungavigtar menningarefni þá finnst mér afþreyingin alveg ljómandi. Þeir bjóða oft upp á skemmtilegustu (ammerísku) þættina og oft nýja og ferska. Það er hins vegar eitt sem ég er ekki ánægð með á téðum skjá og það er sú stefna þeirra að gera öllum þessum gripasýningum ungs fólks svona hátt undir höfði. Þeir kappkosta að sýna allar keppnir í ungfrú þetta og herra hitt í beinni útsýningu í tíma og ótíma. Nú tekur svo steininn úr þegar þeir ákveða að sýna „undirbúningsþætti“ á hverjum degi á besta tíma alla vikuna fram að næstu svona keppni. Hefur þessum ófögnuði ekki verið gert nógu hátt undir höfði hingað til? Var þessi viðbót nú alveg nauðsynleg?
1 Comments:
Á ekkert að skrifa hérna??
Kv. Kristín
Skrifa ummæli
<< Home