Heimatilbúið húsráð fyrir mig og þrjár aðrar manneskjur á landinu sem eiga ekki uppþvottavél
Ég er ákaflega stolt af þessu húsráði, ég fann það upp alveg sjálf í eldhúsinu mínu þar sem ég stóð, hlandblaut á maganum og vaskaði upp með gamla laginu. Ég verð að venja mig á að nota svuntu. Mér hefur alltaf þótt næsta ómögulegt að ná fitu og olíu af öllu sem er úr plasti; pastasigti og öllu tupperveri en ef maður notar þvottasvamp í staðin fyrir uppþvottabursta.......ótrúlegt hreinlega.
Þeim sem halda, í framhaldi af þessari færslu að skemmtlegurnar í mér þarfnist smurningar eftir alla heima- einveruna í fæðingarorlofinu bendi ég á að gera þá endilega eitthvað í því. Bjóða mér í bíó, leikhús óperu eða bara á kaffihús; koma í heimsókn og ræða við mig um bókmenntir, heimspeki eða bara fótbolta. Mér líður dásamlega með börnunum mínum tveimur en ég viðurkenni að vera aðeins farin að þrá félagskap fullorðinna.
1 Comments:
Halló, ertu fyrst núna að uppgötva þvottasvampinn? Ég á að vísu uppþvottavél en nota alltaf svampinn góða á það sem þarf að vaska upp.
Ég er annars komin í frí þannig að ég skal fljótlega kíkja til þín og fara með eitt ljóð eða jafnvel syngja fyrir þig ;)
Skrifa ummæli
<< Home