mánudagur, maí 14, 2007

Í dag er fánadagur á Íslandi

14. maí er fánadagur íslenskur og ég er ein af fáum sem veit nákvæmlega hvers vegna. Ég tek það fram að það er ekki vegna þess að sauðþrá og hálf rotin ríkisstjórnin hélt velli (ég get samt ekki ímyndað mér að framsóknarmenn bjóði þjóðinni upp á frekari setu í ríkisstjórn). Nei það er vegna þess að „fossseti“ vor Ólafur Ragnar á „ammæli“ í dag. Af því til efni ætla ég svo sannarlega ekki að óska honum til lukku með daginn, ég þekki hann jú ekki neitt og hann les aldrei bloggið mitt. Hitt afmælisbarn dagsins er hins vegar einn af mínum dyggustu lesendum enda er henni málið skylt. Móðir mín ástkær á afmæli í dag. Til lukku með daginn mamma mín!

2 Comments:

At 18 maí, 2007 07:32, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga aftur! Til lukku með daginn um daginn Ásta Júlía!

 
At 19 maí, 2007 19:55, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Rannveig ! Til lukku með hana móður þína,- hélt hún eltist nú aldrei neitt ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home