þriðjudagur, júní 05, 2007

Hraunaði

Um síðustu helgi. Nei það var víst helgina þar áður. skellti ég mér aftur í hóp hinna lifandi og kíkti á útgáfutónleika/ball/djamm Hrauns í leikhúskjallaranum. Það minnti mig á hversu mér þykir það skemmtilegt svo að nú verður allt sett á fullt í að gera pínkubarnið passhæft svo hægt verði að kíkja út á galeiðuna endrum og eins. Að vanda tóku Hraun eightiesteiknimyndatitiillagasyrpuna (He-Man, Transformers, Thundercats o. s. frv.) og það hvarflaði að mér að það vantar sárlega þarna inn kvenhetju. Þess vegnga ætla ég að setjast niður og læra titillagið úr Jem and the Holograms og láta þá bæta því við á næsta giggi.

Fór með pínkubarnið í heimsókn til dagmömmunnar í fyrradag. Þá fer víst að styttast í raunveruleikann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home