miðvikudagur, júní 06, 2007

Mamma

Ég er móðir. Ég er meira að segja búin að vera móðir í rúm 10 ár og er löngu orðin vön þeim titli og finnst nákvæmlega ekkert skrýtið við það. Nýlega varð ég svo móðir í annað sinn. Sætastur sagði við mig þegar stundin nálgaðist „þú ert að verða mamma“. Ég flissaði og benti honum á að þó að pabba titillinn væri honum nýlunda væri ég nú innvígð fyrir nokkru. Nýja barnið er alveg yndislegt og mér finns ég óskaplega rík að eiga þessar tvær dömur en ég er samt alls ekki búin að venjast því að ég er mamma hennar Iðunnar. Ég er mamma hennar Kolfinnu og er búin að vera það lengi, ekkert skrýtið við það. En mér finnst ennþá pínulítið eins og ég sé með Iðunni í láni og þurfi á endanum að skila henni. Ég man ekki lengur hvort að mér leið svona þegar Kolfinna var lítil, hvort ég er bara búin að venjast henni.

Hitt er alveg ljóst að ef svo einhver kæmi til að krefja mig um að skila barninu kæmi það vitaskuld aldrei til geina.

1 Comments:

At 12 júní, 2007 12:22, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Rannveig og Kjartan,
til hamingju með afmælið á laugardaginn. Leiðinlegt að við skyldum ekki koma en þar sem maður á ekki sinn eigin bíl á Íslandi koma oft upp einhver lógístísk vandamál sem erfitt er að leysa. Hefði afmælið verið haldið í UK hefði ég verið fyrst á svæðið. Spáið í það næst ;-).

Luv Harpa (sem vinnur í því að sannfæra einkadótturina um að mamma sé stelpa en ekki kona (daman dregur fólk í dilka eftir aldri)

 

Skrifa ummæli

<< Home