þriðjudagur, september 25, 2007

Sérdeilis skemmtilegt

Við hjónin skelltum okkur í bíó í gærkvöldi. Fyrsta skipti sem við förum tvö ein í bíó síðan pínkubarnið fæddist. Fórum að sjá Astrópíuna hans Gunna. Ég verð að vera sammála öllum gagnrýnendum sem segja hana einhverja skemmtilegustu íslensku mynd síðan Sódóma var upp á sitt besta. Verð að játa að litli nördinn minn hló miklu meira og stundum á allt öðrum stöðum en hinir í salnum því hann skildi alla nördabrandarana.

Litli nördinn er annars búinn að koma ár sinni vel fyrir borð í nýju vinnunni sinni. Er búinn að heilla yfirmenn sína upp úr skónum með dugnaði og frumkvæði og er nú að raða á sig hinum og þessum ábyrgðarhlutverkum. Í lok október á hann að fara til útlanda á einhver námskeið. Væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað hann á annað hvort að fara til London eða Cairo. Ekki svo mikill munur á því. Minn situr nú dagen lang á bæn og vonar að hann fá að fara til Cairo.

1 Comments:

At 26 september, 2007 21:34, Anonymous Nafnlaus said...

sá nördinn nafnið sitt í credit-listanum????? Nördinn er miklu meira nörd en ég :D
kv. red devil

 

Skrifa ummæli

<< Home