miðvikudagur, september 19, 2007

Mikið gengið á

Ég hef verið að leggja mig í líma við að reyna að koma hér inn orði alla síðustu viku en hef vart komið upp til að anda fyrir anríki. Pínkubarnið er orðið eins árs og því fylgdu vitaskuld tilheyrandi veisluhöld um helgina. Sykurinntaka langt yfir því sem eðlilegt gæti talist og kaffi ótæpilegt.

3 Comments:

At 21 september, 2007 18:48, Anonymous Nafnlaus said...

Það var mikið að frúin fór að blogga að nýju. Þessu mömmu færsla var alveg að gera mig vitlausa á tímabili ;) Ekki það að hún væri ekki góð, ég var bara búin að sjá hana of oft!

 
At 22 september, 2007 23:45, Anonymous Nafnlaus said...

jamm sú færsla var orðin doldið þreytt, óneitanlega, þó hún hafi verið mjög djúp og útpæld!!!!! Til hamingju með eins árs ungann :-)

 
At 22 september, 2007 23:46, Anonymous Nafnlaus said...

well nafnlaus var ég - vala

 

Skrifa ummæli

<< Home