Hinir dauðu vakna III
Sjálf: Er búin að fá staðfest að ég verð með 5. bekk næsta vetur. Til stóð að ég færi jafn vel upp á elsta stigið í íslenskuna en það breyttist. Reyndar er ég mjög ánægð með það. Í mínum skóla er því nefninlega þannig farið að það er mun skemmtilegra, af ýmsum ástæðum, að kenna á miðstigi en á elsta stigi.
Um helgina er þríheilagt; Eurovision, kosningar og formúla. Ekki leiðinlegur pakki það. Ég er að skipuleggja ofur-laugardag þar sem ég ælta að fara og kjósa, sjá Risessuna, fara á opnun myndlistarsýningar, fara í sund og enda í grilli og partýi í Mosó. Ef einhver ætlar að hafa það skemmtilegra en ég skora ég á hann að segja frá.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home