Nú veit ég ekki
Ég fór og keypti þessa líka edilonsfínu göngugrind handa unganum. Hún gerði vitaskuld strax mikla lukku og finnst pínkubarninu ótrúlega gaman að skrölta um húsið í þessari nýju græju. Þegar ég var að taka utan af gripnum góða rak ég augun í tvö bannmerki utan á pakkningunni. Annars vegar var mynd af göngugrind við tröppu og strik yfir, bannað að nota göngugrindina þar sem eru tröppur eða stigar, auðskilið. Ég er enn ekki búin að átta mig á því hvað hitt merkið bannar. Það minnir á umferðarmerkið sem varar við því að það sé hálka framundan, þ.e. mynd af bíl og hlykkjóttum bílförum. Í þessu tilfelli var auðvitað enginn bíll heldur göngugrind og svo þetta fína rauða bannað strik yfir allt saman. Það helsta sem mér hefur dottið í hug er að ég eigi ekki aðhleypa barninu út á göngugrindinni ef það er mikil hálka eða þá að ég megi ekki setja barnið í göngugrindina þegar það er undir áhrifum.
Hvorug kenningin þykir mér mjög líkleg.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home