Veðurfræðingar ljúga I
Hér kemur pistill sem ég er búin að reyna síðan á föstudag að koma inn á þetta bloggerdrasl. Ég neyddist að lokum til að setja hann inn í tvennu lagi. Ég er alveg við það að gefast upp á blogger og flýja á vit einhvers annars kerfis.
Mikið óskaplega er ég orðin þreytt á því að fjölmiðlar leiti alltaf hreint í skoðanabanka veðurfræðingsins Haraldar Ólafssonar þegar ræða á menntamál. Þó að maðurinn hafi slegið sig til riddara kennslu- og uppeldisfræða í síðasta kennaraverkfalli gerir það hann alls ekki að „autoriteti“ um málefni kennara eða nemenda. Nýjasta dæmið má finna í Blaðinu í dag (föstudaginn 9.). Þar er verið að fjalla um ímyndarherferð kennara, enn eina tilraunina til að kveða niður þá kreddu að kennarar vinni ekki fyrir laununum sínum. Trausti Hafsteinsson blaðamaður á Blaðinu leitar umsagnar áðurnefnds riddara. Haraldur „segist í raun vita lítið um hver raunverulegur vinnutími kennara sé.“ Skynsamari maður en Haraldur hefði hugsanlega látið það nægja þar sem hann hefur þegar viðurkennt að vita ósköp lítið um málið en ónei. Hann tjáir sig um hvað hann grunar að eigi sér stað og hvað hvarflar að honum að megi betur fara. Hann endar svo á vísdómsorðum fyrir alla: „Í skólastarfi sem og öllu öðru starfi, skulu menn gæta þess að verja tíma vel.“ Orð sem eiga vissulega rétt á sér en ósköp er það orðið hátt hrossið sem maðurinn hefur troðið sér upp á.
4 Comments:
Heyr, heyr.
skiptu yfir í nýja blogger, hann er miklu betri og svo færðu gmail með alveg frítt.
Ég tek undir þessi orð um riddaran á háa hrossinu. Það er spurn. hvort við getum ekki orðið riddara í veðurspám sem aldrei standast.
Ég gleymdi að skrifa undir og það vantar eitt n í textann. Mamma
Skrifa ummæli
<< Home