mánudagur, febrúar 26, 2007

Menningar og meiningar

Mikil ósköp hvað fjölskyldan hefur verið menningarleg upp á síðkastið. Á fimmtudaginn fórum við á setningu vetrarhátíðar og hlýddum á undurljúfa tóna eldorgelsins franska sem naut dyggrar aðstoðar Steintryggs dúettsins og Gísla Galdurs. Ég átti von á því að eldorgelið sjálft væri meira sjónarspil en raun bar vitni en þetta var dáindis skemmtilegt allt saman.

Á laugardaginn var ákveðið að láta eins og rykið á gólfunum væri ekki til heldur skellti fjölskyldan sér í bæinn þar sem hún kíkti á Jón Sefánsson og frönsku sýninguna Frelsun litarins/Regard fauve. Báðar ágætis sýningar en hvorki mjög framúrstefnulegar eða sláandi meira svona gamaldags og notalegar. Mér fannst stóra dóttir mín bara krúttlegust þegar hún hafði orð á því að hún hefði nú ekki gaman að því að skoða svona sýningar sem væru eintóm málverk heldur vildi hún fleiri skúlptúra. Krúttið! Að lokinni sýningunni kíktum við svo í Iðu, skoðuðum bækur og hönnun, drukkum kaffi og kakó og keyptum okkur svo sushi til að taka með heim. Allt í allt huggulegasti afmælisdagur.

2 Comments:

At 28 febrúar, 2007 15:14, Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með daginn Frú Rannveig :)

 
At 28 febrúar, 2007 15:35, Anonymous Nafnlaus said...

Congrats ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home