þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Upplýsingar

Nú bráðvantar mig að heyra í einhverjum sem hefur verið með brjóstabarn í Bandaríkjunum. Nánar tiltekið Flórída. Ég þarf nefninlega að fá að vita hvernig hinir teprulegu Bandaríkjamenn taka á brjóstagjöf á vergangi. Þætti ég dónalegasta kona í heimi ef ég vippaði út öðru brjóstinu á kaffihúsum, matsölustöðum í mollum o.s.frv., eins og ég geri jafnan hér heima, og gæfi barninu sopann sinn og ef svo er get ég þá alls staðar komist í „skipti- gjafaherbergi svo ég þurfi nú ekki að særa blygðunarkennd blessaðra kananna.

Enn fremur, er einhver þarna úti sem getur lánað Iðunni göngugrind? Hún komst í svoleiðis hjá Úlfhildi um daginn og fannst það frábært.

4 Comments:

At 14 febrúar, 2007 12:04, Blogger fangor said...

þú getur gefið alls staðar, þú þarft bara að hafa teppi til að hylja ykkur á meðan svo þú særir ekki blygðunarkenndir neins. almennt eru ekki gjafaaðstæður nema á stærstu skyndibitastöðunum og í skemmtigörðunum en ég mæli ekki með því að þurfa að hlaupa 3ö kílómetra í hvert skipti sem þú þarft að gefa. létt teppi til að breiða yfir og málið er leyst

 
At 14 febrúar, 2007 15:00, Anonymous Nafnlaus said...

Iss bara vippa brjóstinu út, gætir komist í heimspressuna eins og Janet nokkur Jackson forðum daga í ofurskálinni...

 
At 15 febrúar, 2007 23:14, Anonymous Nafnlaus said...

More importantly, hvað ertu að fara að gera í Flórída???

 
At 21 febrúar, 2007 20:43, Blogger hronnsa said...

kanar eru teprur - list best a thessa tillogu med teppid, tho mer finnist thessi tepruskapur alveg med eindaemum. en svona er thetta her. thu matt lika buast vid thvi ad thad verdi mikid kjad framan i idunni osp og ykkur sagt hvad thid eigid a cuuuuute baby! (med tilheyrandi iskri) ekki thad ad barnid se ekki thad fallegasta i heimi, en eins teprulegir og their eru, ad tha eru kanar lika alveg odir i litla unga. goda ferd!

 

Skrifa ummæli

<< Home