Veðurfræðingar ljúga II
Sjálf er ég þeirrar skoðunnar að veðurfræðingar vinni alls ekki fyrir laununum sínum. Þeir sjást í sjónvarpinu í u.þ.b. tvisvar sinnum tíu mínútur á hverju kvöldi og flytja einhverjar örstuttar veðurfréttir á rás eitt sem einungis bændur og sjómenn hlusta á. Þess utan ljúga veðurfræðingar oft og mikið eins og Bogomil benti á í sumar. Það er ekkert á veðurspár að treysta og ég held að ég geti eins tékkað á þessu sjálf næst þegar ég míg úti. Ég held að veðurfræðingar ættu að einbeita sér að því að vinna fyrir kaupinu sínu og ná einni og einni spá réttri í stað þess að eyða tímanum í að velta því fyrir sér hvað kennarar gera í sínum vinnutíma.
Og amen eftir efninu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home