Ágúst framundan...
... og Morrissey, Throwing Muses og Patty Smith á leið til landsins og ég komin á gothelluna. Vill ekki einhver taka að sér að flytja inn Hole og Tom Waits líka og krossfesta mig svo bara einhvers staðar á Valhúsahæðinni eins og í sálminum góða. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að klóra mig út úr þessu. Tónleikamiðar eru rándýrir númer eitt og ég er, þess utan, ekki alveg í besta ástandi til að sitja eða standa undir þessu öllu saman. Svo kemur Nick Cave auðvitað í september en það er alveg af og frá þar sem ég verð væntanlega í öðru þegar að því kemur.
Við erum orðnir stoltir eigendur að splunkunýjum Brio barnavagni. Þvílík græja. Ég held hann fari hreinlega sjálfur út að ganga með barnið hann er svo flottur. Við vorum búin að vera að fylgjast með notuðum svona vögnum sem kosta yfirleitt 45 - 50 þúsund þriggja fjögurra ára gamlir. Svo þegar við sáum að þeir voru komnir á útsölu og kostuðu 60 þús nýjir ákváðum við að slá bara til. Auk þessa fórum við hjónin hamförum um íbúðina um helgina, hentum úr skápum og tókum til. Sætastur setti upp nokkrar hillur svo nú er mun rýmra um okkur. Vitaskuld tók sig upp gömul einhverfa í honum þegar hann var búinn að festa upp hillurnar og hann heldur því fram að þær séu hrikalega skakkar á veggnum en ég sé það nú varla. Krílið stóð meira að segja sína plikt í tiltektinni og tók til í ruslakompunni sinni með dyggri aðstoð stjúpa síns sem hefur mun meira úthald og þolinmæði í svoleiðislagað en undirrituð.
Framhald af þessum pistli má svo finna á barnaland. hehehehehehehehehehehehehehe
1 Comments:
Heyrðu mín kæra. Ég skellti mér á Duran Duran tónleika síðasta sumar, næstum komin að því að eiga. Ég söng og dansaði allan tímann. Þú getur því alveg skellt þér!
Er að redda þessu með Hole og Tom Waits; með Einar Bárða í símanum einmitt núna og hann verður búinn að græja þessu öllu saman innan tíðar ;)
Skrifa ummæli
<< Home