fimmtudagur, júlí 13, 2006

Margt býr í pípunum

Nú erum við búin að skrópa á tveimur ættarmótum og í einu brúðkaupi svo við erum að hugsa um að eyða þessari helgi í að skrópa á öðru ættarmóti og golfmóti. Maður fer að sjá ákveðið mynstur.

Um helgina stendur annars til að leggjast í hreiðurgerð. Svefnherbergi hjónanna þarfnast dálítillar endurskoðunnar ef barnarúm á að komast þar inn. Að ég tali nú ekki um kommóðu/skiptiborð. Ósköp þykir mér nú íbúðin mín yndisleg en ég gæti alveg notað örfáa fermetra í viðbót.

Margt er í pípunum þessa dagana og mikið verið að skipulega, spá og spekúlera. Ægilega spennandi allt saman en ekkert sem verður upplýst alveg strax.

1 Comments:

At 15 júlí, 2006 14:52, Anonymous Nafnlaus said...

Það er hreint helv... fyrir forvitna að lesa svona blogg!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home