fimmtudagur, október 20, 2005

seinni hluti...

... af blogginu sem guð gleymdi er nú kominn inn. Ég sé nú að þetta hefur verið heljarinnar, babílons blogg og ekki að undra að blogger mótmælti. Þó sá ég á bloggi vinar vors Ástþórs í útlöndum að hann á það til að blogga eins og vindurinn. Ætli það sé bara ég sem fæ ekki að tjá mig í langlokum.

„Nei, nei góða mín þú ert nú nógu leiðinleg í smáskömtum þó við leifum þér ekki að vaða elginn“

Formúll er allur og var að mínu mati skemmtilegur sem aldrei fyrr. Aldrei náðu Margrét Dóra og Hjálmar (takið eftir ekki Magga eða MD) að koma í brunsj svo ég fæ væntanlega brúðarmyndirnar mínar ekki fyrr en í mars þegar fyrsta formúla á nýju tímabili brestur á. Þá fá hundtryggir lesendur mínir engar brúðarmyndir í jólakortin sín og geta sennilega þakkað fyrir það.

3 Comments:

At 20 október, 2005 22:09, Blogger Rannveig said...

andsk...

 
At 20 október, 2005 22:23, Anonymous Nafnlaus said...

Í ruslakörfuna með þetta, frú mín góð!

 
At 20 október, 2005 23:14, Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska annonnimus minnir mig ótrúlega á platipus...hann gerir lífið litríkara ...ekki satt?!?! Elsku gúngel..vonandi líður ykkur sem best þarna fyrir sunnan, við kíkjum kannski við í nóvember ef veskið og Tumi leyfir he he. Hafið það sem allra allra best og við söknum ykkar rosasmosa mikið...(bara til þess að vera pínu væmin)

Ta ta
Heiða og Co

 

Skrifa ummæli

<< Home