Stíbblaður nebbinn
Nú er mín sko orðin horuð. Ekki svo að skilja að ég sé að leggja af, ég burðast enn með þessi tvö kíló sem ég bætti á mig um jólin. Nei það er nefið sem er horað. Ég er rétt nýstaðin upp úr magaælupestardruslu og þá ræðst þetta kvikindi aftan að mér. Þetta kemur vitaskuld niður á nýhafinni sundiðkun Iðunnar Aspar því við neyðumst til að skrópa í sundinu á morgun. Iðunn er ekkert lítið skotin í Snorra og stendur sig eins og hetja. Hún er náttúrubarn í vatninu nákvæmlega eins og stóra systir hennar. Það háir henni ekki neitt að vera helmingi (eða því sem næst) þyngri en frumburðurinn hún stendur keik og finnst það gaman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home