Vera má að síðasta færsla hafi verið stórlega ýkt. Þollaradegi er löngulokið og ég meira að segja löngu búin að jafna mig þrátt fyrir að hafa afrekað að ná upp slíkri og þvílíkri ölvun að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð. Dagurinn fór tiltölulega hægt af stað enginn fékk sér neitt sterkara en kaffi á meðan við renndum okkur á skautum og þvældumst um sýningarsali Kjarvalsstaða. Allir voru sömuleiðis snaredrú á meðan við svömluðum í Sundhöllinni. Þegar við komum heim (heim verandi gistiheimili við Hverfisgötu) var tekið til við að hella í sig veigum og verður að segjast eins og er að sumir stóðu sig betur en aðrir í þeirri íþrótt, þó allir hafi vissulega lagt sig fram. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þó að ég fullyrði að ég hafi unnið þann leik á ypponi.
Dagurinn var í alla staði mjög skemmtilegur, eins og nærri má geta, og allir fóru sælir en sumir þó tiltölulega glærir heim á sunnudegi.
Síðan þá hefur dagskráin hjá mér verið að miklu leyti vinna, vinna, vinna og aðeins meiri vinna. Afraksturinn er að taka á sig mynd hér og þar, ekki síst í þeim reynslubunka sem ég er að sanka að mér í þessari æfingakennlsu. Mikil ósköp sem ég verð nú annars fegin þegar þetta er allt saman búið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home