Það borgar sig oft að geyma stóru orðin. Ég ákvað, öfugt við stöllu mína í æfingakennslunni, að segja ekki of mikið um leiðbeinandann okkar eftir svo lítil kynni sem raun ber vitni. Við hittum hana aftur í dag og þá kvað við alveg nýja tón. Við skemmtum okku konunglega og leiðbeinandinn var bæði faglegur og vel undirbúinn. Ég veit að ég á eftir að taka þessa æfingarkennslu í ra.... ég meina á eftir að rúlla þessari æfingarkennslu upp enda ekki mjög þjökuð af minnimáttarkennd. Stafsetning í næstu viku og ragnarrök í vikunni þar á eftir.... dálítið stórt stökk en við fleygjum okkur bara út í djúpu laugina. Finnst einhverjum öðrum en mér búið að eyðileggja þetta orðasamband?
raritet
Ævi og ástir kvendjöfuls
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home