Mikið stendur til af skemmtilegheitum á næstunni. Þar ber vitaskuld hæst Þollaradag næstkomandi laugardag. Það er auðvitað skarð fyrir skildi þegar vantar fóstbróður minn og félaga sem bíður þess nú að verða léttari í englalandinu en það verður samt brjálæðislega gaman að hitta Ólínu, Hörpu og Helgu. Ólína og Helga sjá um skipulagningu og er okkur Hörpu gert að mæta á Hlemm klukkan 11:03 á laugardags morgun. Ekki veit ég hvað þær ætla sér með okkur stöllurnar en mæting á Hlemm lofar sérlega góðu. Ég held að þær hljóti að vera á leiðinni með okkur beina leið í sollinn. Ég kem til með að upplýsa frekar hérna á síðunni hvernig þetta fer allt saman en nú bíð ég í það minnsta spennt.
Af hverju skyldi ég hafa átt að taka með mér sjóveikistöflur????
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home