föstudagur, október 10, 2003

Nú horfir allt til betri vegar. Heimilsfólkið mitt allt að hressast, ég að jafna mig á kvefinu, krílið tiltölulega frískt (þó hún eigi það til að fá skyndimagapínu þegar hún nennir ekki í skólann eða vill fá miða þess efnis að hún megi ekki fara út í frímínútur) og löppin á Kjartani nálgast það að vera í eðlilegri stærð. Mér skylst á því sem læknarnir segja núna, eftir spítalavist, myndatökur, rannsóknir og fúkkalyf í æð að hann hafi annars vegar tognað illa og hins vegar fengið sýkingu í löppina út frá sprunginni blöðru (ekki þó sautjánda júní...). Sjálf stend ég á því fastar en fótunum að maðurinn hafi fengið sull í löppina eins og Gunnlaugur forðum.... Eigi skal haltur ganga meðan báðir eru jafn langir... Verra þykir mér að besti pabbi í heimi (pabbi minn, ef einhver skyldi vera í vafa) er alls ekki nógu hress, ég vil því biðla til allra í netheimum að senda honum alla góða strauma sem þeir eiga til svo að hann fari nú að skána.

Ég er búin að fá úthlutað heimaskóla. Ég kem til með að eiga heima í MH þennan vetur og líst bara nokkuð vel á þá úthlutun. Æfingakennarinn minn heillaði mig að vísu ekki í fyrstu tilraun en ég ætla nú að leifa henni að njóta vafans þangað til ég kynnist henni örlítið betur. Nú þarf ég sum sé að drífa mig í MH og gefa konunni annað tækifæri til að vinna hug minn og hjarta.

Það styttist óðum í að ég verði uppgötvuð enda ekki við öðru að búast þegar maður býr yfir öðrum eins sjarma og yndisþokka og ég....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home