miðvikudagur, október 15, 2003

Ég hafði áhyggjur um stund en er nú alveg róleg. Dóttir mín stefnir að því hraðbyri að verða kúl. Uppáhalds lagið hennar þessa dagana:
láttu mig vera og farðu svo burt
þarft ekki að svara það var aldrei spurt
Þeir sem halda að það sé tiltölulega krúttlegt að sjá sex ára kríli söngla rokklög hafa nokkuð til síns máls. Ég óttaðist að Írafárið myndi hremma hana en Birgitta virðist algjörlega í skugganum af Villa og Naglbítunum.
Hvenær er hæfilegt að byrja að spila fyrir hana Dead Kennedys?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home