Veröldin fyrir utan gluggann minn er orðin appelsínugul. Liturinn sem sést stundum rétt áður en það byrjar að snjóa en það er, held ég, ekkert að fara að snjóa. Skrýtna, skrýtna birta.
Helgin byrjaði, að því er virtist skelfing vel. Gunni og Gúx fengu Eddu og allt lofaði góðu. Þegar ég var búin að horfa á Edduna skipti ég yfir á óruglaða stöð þrjú og horfði á dásamlegan þátt af Perfect Stangers. Er ég sú eina sem man eftir frændunum Larry og Balki? Of course you are, don't be ridiculous.... Laugardagurinn var sneisafullur af vonbrigðum eftir fögur fyrirheit föstudagsins. Annar helmingur Williams liðsins lenti í rigningu og náði ekki að klára tímatökuna auk þess sem þjóðverjar rassskelltu (með þremur essum) íslenska karlalandsliðið í fótknatleik. Ömurlegt. Sunnudagurinn var ekki mikil huggun og neita ég alfarið að ræða úrslit þessarar formúlu fyrr en eftir nokkra daga þegar ég er búin að jafna mig. Sárast svíður mig að ljóti skallaboltinn frá Brasilíu skyldi ná upp fyrir minn mann á stigalistanum.... svei því bara og svo ræðum við það ekki meir.
Í dag fékk ég lítillega að spreyta mig á kennslu og það var gott. Ég vildi eiginlega að við fengjum meiri æfingakennslu. Skurðarhnífurinn hefur leikið deildina ansi grátt þessa önnina og æfingakennslan hefur verið minnkuð um meira en helming. Ég held, satt að segja að við lærum einna mest á þessu svo ég er ekki svo mjög sátt við þetta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home