fimmtudagur, september 18, 2003

Annir, annir, annir. Brjálað að gera þessa dagana. Mæðgurnar eru báðar sestar á skólabekk. Önnur í fyrsta skipti hin í það sem virðist vera zilljónasta skipti. Þegar ég lýk þessu prófi í vor ætla ég aldrei aftur að læra neitt... Eða í það minnsta ekki í bili. Þetta tekur talsvert á, ég þarf að mæta í tíma og sinna mínum heimalærdómi, síðan þarf að sinna hennar heimalærdómi auk þess sem ég reyni að fara í ræktina á hverjum degi og sinna kærastanum þegar færi gefst. Vinir og spilakvöld eru fjarlæg minning sem ég vildi þó gjarnan fara að rifja upp.

Ef einhver skildi vera að velta því fyrir sér hvað hann á að gefa mér í afmælisgjöf (það eru jú ekki nema fimm mánuðir og sex dagar þangað til ég á afmæli) þá má finna það sem mig langar í hér. Það er að segja ef linkurinn virkar! Ég mæli eindregið með því að fólk fari að leggja fyrir og panta, maður veit aldrei hvort póstinum dettur í hug að senda þetta beina leið til Íslands eða hvort millilending í Guam verður nauðsynleg...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home