þriðjudagur, október 15, 2002

Svei mér ef ég er ekki lélegasti bloggari á landinu. Það fór eins og ég spáði í upphafi, ég tæklaði þetta nákvæmlega eins og allar aðrar dagbækur sem ég hef haldið hingað til.... Æðislega gaman til að byrja með en svo missi ég áhugan. Það gæti líka haft eitthvað að segja að það gerist svo sem ekki margt markvert í mínu lífi þessa dagana. Maður verður vitaskuld brjálaður þegar maður les bloggið hennar Möggu Dóru. Líf mitt er ekki sambærilegt við litlu stúdínuna í MIT sem tekst á við eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi í kúrekalandinu. Ég verð bara að vera natnari við það að koma auga á fegurðina í því smáa. Í gær tilkynnti dóttir mín mér til að mynda hátíðlega, fyrir hádegi, að hún væri búin að ákveða að vera „mjög jákvæð í dag“. Mér fannst það mjög fallegt.
Svava mín ég er alveg sammála því að Roddenberry hefði verið mun gáfulegri forseti í kúrekalandinu en skotglaði vitleysingurinn sem er þar núna en það er einn hængur á, krúttið mitt, hann er dauður!!!! Ekki þar fyrir, lífs eða liðinn væri hann sennilega skárri.
Ég er án efa heartless bitch....en þú? http://www.heartlessbitches.com SKEMMTILEG SÍÐA. Og nú skal mann skrúbba af sér skítinn svo good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home