Ég verð að fara að muna eftir því að hafa blað og penna með mér í rúmið á kvöldin (já já ég veit að þetta hljómar dapurlega). Ég er svo dugleg að hugsa þegar ég er að berjast við svefnin, ég er aldrei frjórri (ok ég veit þetta er líka dapurlegt). Í gærkvöldi, þar sem ég lá og velti því fyrir mér hvers vegna ég gæti ekki sofnað, hvort að 12 bollar af kaffi gætu hugsanlega haft eitthvað með það að gera, tókst mér að klára BA ritgerðina mína, leggja drögin að tveimur skáldsögum, leysa fjárhagsvanda heimilisins og fullkomna kaldan samruna. Ekkert af þessu mundi ég svo nákvæmlega hvernig ég hafði ætlað að framkvæma þegar ég vaknaði í morgun. Það var nú miður!
Hvað er ég annars búin að vera að gera skemmtilegt upp á síðkastið. Jú ég fór og horfði á Snorra Hergil vera skemmtilegan á sportkaffi. Hann vann sér rétt til að vera skemmtilegur aftur eftir hálfan mánuð sem gæti endað með því að hann yrði valinn skemmtilegastur á Íslandi.....í boði Tal og Miller. Síðan eyddi ég fríhelginni minni, þegar barnið mitt var í vörslu föður síns, í að passa annara manna börn. Það var ósköp ágæt, rólegheit og sjónvarpsgláp með litlu systur. Yfirseturnar björguðu mér frá því að mæta í svallveislu eina mikla (les. húspartý á hjónagörðum). Mætingin í veisluna var afar dræm en þeir sem mættu ákváðu að drekka allt áfengið sem var keypt með það í huga að allir mættu. ÚFF......mér skilst að stallsystur mínar hafi kynnst klósettinu sínu aðeins betur en þær kærðu sig um. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home