miðvikudagur, október 10, 2007

Hugsa sér frið

Þessi er sérstaklega fyrir mömmu.


Að hugsa himnaríki
og helvíti ekki til
aðeins jörð og himin
það er auðvelt ef ég vil.
Að hugsa að allir lifðu
og hrærðust hér og nú

Hugsaðu þér hvergi
nein landamæri lögð
að drepa og deyja fyrir
né deilt um trúarbrögð.
Já hugsaðu þér heiminn
halda grið og frið.

Mér er sagt ég sé með óra
en ég er ekki einn um það.
Já komdu með,
við höldum hópinn
gerum heiminn að griðastað

Að hugsa sér að engar
eignir væru til
græðgi og hungur horfin,
hvergi ranglátt spil.
Að hugsa öll gæði heimsins
og jarðar deilast jafnt

Mér er sagt ég sé með óra
en ég er ekki einn um það.
Já komdu með,
við höldum hópinn,
gerum heiminn að einum stað.

Þegar tveir snillingar koma saman Lennon og Eldjárn....smart.

3 Comments:

At 16 október, 2007 10:10, Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi nú eins og fleiri, kominn tími til ég var hætt að nenna inn á síðuna þína.
Fallegt ljóð, takk fyrir það.

 
At 21 október, 2007 12:52, Blogger frizbee said...

á þessi þýðing að passa inn í laglínuna? Hrikalega óþjál. Annars hef ég lengi verið á þeirri skoðun að ljóð og textar séu í 90% tilvika ekki fallin til þýðingar en þurrkað gras, þetta er bara ég.

 
At 23 október, 2007 13:09, Blogger Rannveig said...

þetta er vissulega vont en það venst.

 

Skrifa ummæli

<< Home