mánudagur, maí 30, 2005

Takið gleði ykkar á ný.

Já kæru lesendur þið getið tekið gleði ykkar á ný. Gleymið öllu ergelsi yfir slöku gengi í Kiev, gleymið sorgum ykkar yfir því að hafa ekki náð í miða á Iron Maiden og gleymið öllum hugrenningum um að gaman væri nú að skella sér á Foo Fighters eða Duran Duran. Fyrir alla muni látið ykkur ekki detta í hug að þið hafið mist af neinu skemmtilegu af því þið tímduð ekki að borga ykkur inn á listahátíð.

Og hvað er það, gætuð þið spurt, sem á að lyfta hjörtum vorum upp úr grámyglulegum hversdagsleikanum? Jú, einn snjallasti tónlistamaður vorra tíma er á leið til Íslands. Stuðboltinn hrokkinnhærði, gleðigjafinn með englaröddina Michael „how's my hair“ Bolton er loksins að koma. Og eins og stórvinur minn Bubbi Morteins sagði einu sinni: „Góðir Íslendingar þið getið byrjað að naga húsgögnin ykkar“ slík er stemningin yfir þessari heimsókn.

Í tilefni þessa stórviðburðar var viðtal við eftilætis fjölmiðlaprinsessuna okkar allra, Valdísi Gunnarsdóttur Michael Bolton aðdáanda númer eitt, í fréttablaðinu fyrir helgina. Hún hefur að sjálfsögðu eins og sönnum aðdáanda sæmir þegar séð goðið á tónleikum fyrir nokkrum árum í Kaupmannahöfn. Verst þykir mér að við Íslendingar fáum ekki notið þeirrar snilldar sem Valdís naut það kvöld því hún fékk tvo fyrir einn tilboð.... Michael Bolton og Kenny G á sömu tónleikum.

Geri aðrir betur.

4 Comments:

At 31 maí, 2005 00:38, Blogger fangor said...

ooooojjjj!

 
At 31 maí, 2005 13:33, Blogger hronnsa said...

ja ad hugsa ser! er alvarlega ad spa i ad seinka heimsokn i agust fram i september til ad na ad fara a thessa tonleika. not. spurning af hverju engum af nanum vinum og fjolskyldu thessa manns hefur ekki dottid i hug ad hnippa i manninn og svona rett minnast a thetta med harid og svo thetta med "tonlistina"... seriously delusional.

 
At 31 maí, 2005 20:41, Anonymous Nafnlaus said...

Þess ber að geta að í sama viðtali sagðist Valdís Gunnarsdóttir ekki ætla að fara á þessa tónleika vegna þess að Bolton vinur vors og blóma væri orðinn aðeins of væminn.. Þá er er nú fokið í flest skjól...

Gunni í Ghettoinu

 
At 09 júní, 2005 14:00, Blogger notandi 691 said...

Í tilefni af þessu er rétt að benda á að Sala Varnarliðseigna á ennþá eftir forláta loftvarnarbyrgi í takmörkuðu upplagi.

 

Skrifa ummæli

<< Home