þriðjudagur, maí 24, 2005

að júróvisjóni afloknu

Þá er júróvisjóni lokið og skemmti ég mér hið besta þrátt fyrir að gengi íslendinga hafi verið með slakasta móti. Vorum við ekki fyrir löngu búin að vinna þetta 16. sæti til eignar. Lá yfir ósköpunum með kvef, hita og austurlenskt „take away“ og bísnaðist yfir sum en skemmti mér yfir öðru.

Mér finnst einhvern veginn eins og veturinn eigi að vera farinn. Mér finnst eins og það sé allt of kalt úti. Vorboðarnir eru allir komnir; lóan, róninn á austurvöll, próftöflurnar og nú síðast júróvisjón en allt kemur fyrir ekki. Hitinn úti er langt fyrir neðan það sem eðlilegt og ásættanlegt getur talist. Útsýnin úr glugganum á morgnana lofar svo sem nógu góðu en efndirnar eru ekki mklar. Skíta-drullu-veður og ég er búin að fá nóg af því. Ég ætlaði að fá fallegan lit og freknur fyrir brúðkaupið. Ég efast stórlega um að litið verði á það sem „a bold fashion statement“ (þýði þeir sem þýða vilja) að brúðurin verði með ámálaðar freknur.

Fann þessa sætu konu ég kannast við hana svo ég bætti henni við vinina hér til hliðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home